Kuldinn er betri en stríðið

Joumaa og Joumana Naser ásamt sonum sínum fimm; Ahmad, Mohamad, …
Joumaa og Joumana Naser ásamt sonum sínum fimm; Ahmad, Mohamad, Amjad, Mouhanad og Majd, á sparkvellinum við Oddeyrarskóla á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Á nýju heimili sjö manna fjölskyldu á Akureyri er mikið brosað; þar ríkir þakklæti, gleði og bjartsýni. Fjórir mánuðir eru síðan sýrlensku hjónin Joumaa og Joumana komu til landsins ásamt sonum sínum fimm og 28 öðrum sýrlenskum flóttamönnum. Fjölskyldan blómstrar nyrðra.

Þrír synir hjónanna eru byrjaðir í grunnskóla, einn er í framhaldsskóla og sá yngsti á leikskóla. „Við gátum ekki ímyndað okkur svona góðar móttökur og það strax frá fyrsta degi. Fólk hér er yndislegt; samfélagið á Akureyri hefur tekið okkur einstaklega vel,“ segir fjölskyldufaðirinn m.a. í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag.

Ýmislegt er nýstárlegt í nýjum heimahögum. „Veðrið er vissulega öðruvísi en við erum vön, okkur er kalt en það jafnar sig. Enda er miklu betra að vera kalt en í stríði. Tungu-málið er erfitt en við reynum að læra. Það sem skiptir mestu máli er hve okkur er vel tekið og að strákarnir skuli vera komnir í skóla. Hér eru allir boðnir og búnir til að aðstoða okkur sem var því miður ekki raunin í Líbanon,“ segir Joumaa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka