„Rútan hristist“

Frá Holtavörðuheiði á síðasta ári.
Frá Holtavörðuheiði á síðasta ári. mbl.is/Golli

„Það voru alla vega 40 metrar á sekúndu. Það var algjör strekkingur og rútan hristist,“ segir Ásgeir Sigurðsson, sem sat fastur í rútu á Holtavörðuheiði í eina og hálfa klukkustund vegna óveðurs.

Í rútunni voru ungmenni úr félagsmiðstöðinni Dregyn úr Grafarvogi sem höfðu verið í skíðaferðalagi í Hlíðarfjalli.

Þegar mbl.is ræddi við Ásgeir var rútan nýlögð af stað og sýndist honum veðrið vera farið að skána.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert