Svona er færðin núna

Svona er útlitið á Holtavörðuheiði. Búið er að loka heiðinni.
Svona er útlitið á Holtavörðuheiði. Búið er að loka heiðinni.

Lokað: Holtvörðuheiði, Þverárfjall, Hófaskarð, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði. Eins er lokað á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum en reiknað er með að þessar leiðir opni í kvöld. Veginum frá Skeiðarársandi og austur að Jökulsárlóni verður lokað kl 20.00 í kvöld.

Veturinn hefur heldur betur látið vita af sér í dag og kvöld. Á fimmtudaginn er þó sumardagurinn fyrsti.

Veðurvefur mbl.is

Svona er færðin núna kl. 18.49, á þeim vegum sem ekki er þegar búið að loka:

Vetrarfærð er á Vestfjörðum og ófært á Klettshálsi og lokað á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Ófært er einnig á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði.

Það er víða snjóþekja og hvasst  á Norðurlandi vestra.  Lokað er yfir Holtavörðuheiði og Þverárfjall. Á Norðausturlandi er versnandi veður og þungfært á Hólaheiði og Sandvíkurheiði og ófært á Fljótsheiði og Mývatnsheiði. Búið að loka veginum á Hófaskarði og yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi.

Á Austurlandi er þæfingsfærð á Vatnsskarði eystra og snjóþekja er á Fagradal en lokað á Fjarðarheiði. Greiðfært er á flestum leiðum á láglendi og með suðausturströndinni.

Vegir eru að mestu auðir á Suðurlandi.

Á Vesturlandi eru hálkublettir eða hálka á flestum fjallvegum en greiðfært á láglendi. Mjög hvasst er á Bröttubrekku og Laxárdalsheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert