Tíu sátu fastir - nítján til bjargar

Björgunarsveitin Heiðar birti þessa mynd á Facebook í kvöld. Þar …
Björgunarsveitin Heiðar birti þessa mynd á Facebook í kvöld. Þar stendur að mjög vont veður sé á Holtavörðuheiðinni þar sem myndir er tekin af aðgerðum þeirra. Af Facebook

Um tíu bílar sátu fastir á Holtavörðuheiði fyrr í dag, að sögn Gunnars Arnar Jakobssonar, formanns björgunarfélagsins Húna. Örfáir bílar eru enn fastir á heiðinni.

Verið er að fylgja bílum niður heiðina.

Nítján manns frá björgunarsveitum úr Borgarfirði og Húnavatnssýslu voru boðaðir upp á Holtavörðuheiði eftir að þriggja bíla árekstur varð þar í miklu óveðri. Bílarnir sem á eftir komu sátu þar fastir í töluverðan tíma.

Að sögn Gunnars er vonast til að veðrið gangi niður í kvöld og ætlar Vegagerðin að vera með þjónustu lengur á Holtavörðuheiði ef hægt verður að opna hana aftur.

Nú er stórhríð allvíða á norðurhelmingi landsins. Enn á veður eftir að versna austanlands og í kvöld má búast við hættulegum vindhviðum og jafnvel sandfoki undir Vatnajökli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert