Björgunarsveitir á Svalbarðseyri voru kallaðar út í gærkvöldi til þess að losa bifreiðar í Víkurskarði. Um var að ræða 4-5 bifreiðar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Vel mun hafa gengið að aðstoða fólkið en eitthvað af því voru erlendir ferðamenn.
Þá voru björgunarsveitir kallaðar út til þess að aðstoða bifreiðar sem sátu fastar á fjallvegum í Þingeyjarsýslu. Meðal annars á Mývatnsöræfum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík voru þetta samtals um tíu bifreiðar. Voru þær ýmist losaðar eða skildar eftir og fólki komið í skjól.