Vegir eru auðir á Suður- og Suðausturlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en á Suðausturlandi er sums staðar hvasst. Óveður er í Hamarsfirði og sandfok á Skeiðarársandi.
Vestanlands er sums staðar nokkur hálka eða snjóþekja, einkum á fjallvegum. Víðast hvar er nokkur hálka eða snjóþekja á Vestfjörðum. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar en þær ættu að opnast eftir hádegi.
Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Norðurlandi. Vegurinn um Hólasand er ófær. Ófært er á Hófaskarði en þar er verið að moka.
Mokstur er hafinn yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Ófært er á Vatnsskarði eystra. Verið er að moka Fjarðarheiði. Fagridalur er þungfær en unnið er að mokstri.