Meðlimir björgunarsveitarinnar Húna stóðu í ströng í gærkvöldi og nótt við að aðstoða fólk sem sat fast á Holtavörðuheiði. Svo tók við annað verkefni, að fylgja „pínulítið langri“ bílalest yfir heiðina.
Heiðinni var lokað fyrir umferð á sjötta tímanum í gærkvöldi og tugir manna þurftu að hafast við í Staðarvatnsskála. Milli kl. 22 og 23 var svo ákveðið að björgunarsveitarmenn og starfsmenn Vegagerðarinnar myndu fylgja hópnum yfir heiðina.
Á ekki að koma sumar á sumardaginn fyrsta? Spyrja björgunarsveitarmenn Húna á Facebook-síðu sinni. Hér að neðan er myndband sem þeir birtu af bílalestinni að fara yfir heiðina í nótt.