Togaði ferðamann upp úr fjörunni

Konan náði að standa af sér ölduna en færði sig …
Konan náði að standa af sér ölduna en færði sig aðeins nokkur skref ofar í fjöruna. mynd/Sigríður Víðis

Er­lend­ir ferðamenn tefla enn á tvær hætt­ur í Reyn­is­fjöru þrátt fyr­ir viðvör­un­ar­skilti sem sett voru upp þar í vet­ur. Sjón­ar­vott­ur togaði er­lenda ferðakonu upp úr fjör­unni í gær sem virt­ist ekki gera sér neina grein fyr­ir hætt­unni sem var á ferðinni. Skilt­in eru aðeins á ör­fá­um tungu­mál­um og ekki er gengið svo langt að tala um lífs­hættu nema á ís­lensku.

Yf­ir­lög­regluþjónn seg­ir óraun­hæft að koma upp föstu eft­ir­liti í fjör­unni. 

viðvör­un­ar­skilti voru sett upp við Reyn­is­fjöru í fe­brú­ar eft­ir að kín­versk­ur ferðamaður drukknaði þar. Á þeim er varað við lífs­hættu­leg­um öld­um. Svo virðist þó sem að ekki taki all­ir mark á þeim viðvör­un­um.

Sig­ríður Víðis Jóns­dótt­ir var á ferð í fjör­unni ásamt fjöl­skyldu sinni í gær. Margt fólk var í fjör­unni, hvasst var í veðri og mikið brim. Hún seg­ir að þeim hafi fund­ist sum­ir ferðamenn­irn­ir hætta sér ansi ná­lægt sjón­um.

Ferðakonan virtist ekki gera sér neina grein fyrir hættunni sem …
Ferðakon­an virt­ist ekki gera sér neina grein fyr­ir hætt­unni sem var á ferðinni, að sögn Sig­ríðar. mynd/​Sig­ríður Víðis

Gerði sér ekki grein fyr­ir hætt­unni

Þegar Sig­ríður var að taka mynd­ir tók hún eft­ir öldu brotna nokkuð langt frá landi og sjó­inn flæða að konu sem stóð í fjör­unni og var að líta í kring­um sig. Kon­an virt­ist hins veg­ar ekki gera sér neina grein fyr­ir því hversu hratt gæti flætt, hversu mis­langt öld­urn­ar ganga á land og hvað út­sogið get­ur verið kröft­ugt, að sögn Sig­ríðar.

„Skyndi­lega var búið að flæða allt í kring­um kon­una. Ég verð að viður­kenna að það fór um mig. Kon­an stóð sem bet­ur fer öld­una af sér og komst sjálf upp úr sjón­um. Á hinn bóg­inn gekk hún ekki nema nokk­ur skref ofar í fjör­una eft­ir að vera kom­in upp úr vatn­inu – og næsta alda var á leiðinni. Þá hljóp ég niður eft­ir til henn­ar og togaði í hana og kon­una sem var með henni og skipaði þeim að fara ofar í fjör­una, það væri stór­hættu­legt að standa þarna. Það var eins og hún áttaði sig eng­an veg­inn á því eða hvað út­sogið get­ur verið kröft­ugt,“ seg­ir Sig­ríður.

Hún bend­ir á að á viðvör­un­ar­skilt­un­um standi skýrt að hætta sé á ferðum. Ekki standi hins veg­ar í hverju hætt­an felst ná­kvæm­lega eða hvernig eigi að var­ast hana. Hætt­an í fjör­unni sé ekki sýnd á mynd­ræn­an hátt eða hvað fólk eigi að gera og forðast að gera.

Á viðvör­un­ar­skilti við Reyn­is­fjöru er varað sér­stak­lega við lífs­hættu­leg­um öld­um. …
Á viðvör­un­ar­skilti við Reyn­is­fjöru er varað sér­stak­lega við lífs­hættu­leg­um öld­um. Þar stend­ur þó ein­ung­is á ís­lensku að öld­urn­ar séu lífs­hættu­leg­ar. Á ensku eru þær aðeins sagðar hættu­leg­ar og á þýsku eru þær sagðar ófyr­ir­sjá­an­leg­ar. mynd/​Sig­ríður Víðis

Ná aldrei til allra

Sveinn Kristján Rún­ars­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi, seg­ir að viðvör­un­ar­skilt­in séu skýr­ari en þau sem voru áður og menn hafi verið ásátt­ir um að þau væru góð breyt­ing frá því sem var. Hann seg­ir að lög­reglu ber­ist alltaf ein og ein til­kynn­ing um ferðamenn sem setji sig í hættu í fjör­unni en það hafi tölu­vert minnkað.

„Fólk ákveður sjálft hverju það tek­ur mark á. Við náum því miður aldrei til allra. Það er bara þannig og verður, sama hve mikið við ger­um,“ seg­ir Sveinn Kristján.

Hann tel­ur að skilt­in séu nægi­lega skýr um hætt­una sem er fyr­ir hendi í fjör­unni.

„Þegar það eru kom­in of flók­in skilti með of mikl­um texta þá les það ekki nokk­ur maður. Það er bara til­fellið, því miður. Eft­ir því sem það er meira og flókn­ara, því minna er það lesið. Ef þetta er ein­falt og skýrt þá nærðu betri ár­angri,“ seg­ir yf­ir­lög­regluþjónn­inn.

Lög­regla hafði eft­ir­lit með Reyn­is­fjöru í tvær vik­ur eft­ir bana­slysið í vet­ur. Spurður að því hvort að þörf sé á að hafa stöðugt eft­ir­lit í fjör­unni seg­ir Sveinn það óraun­hæft að ætla að setja upp fast eft­ir­lit með öll­um ferðamanna­stöðum. Því fylgdi óhemj­u­kostnaður.

Þá bend­ir hann á að jafn­vel þegar lög­reglu­menn voru með eft­ir­lit í fjör­unni þá hafi komið upp til­felli þar sem ferðamenn sem stóðu ofan í fjör­unni hunsuðu til­mæli þeirra.

„Fólk var ekk­ert að hlusta,“ seg­ir Sveinn Kristján.

Varað við hættunni í Reynisfjöru. Bent er sérstaklega á stórar, …
Varað við hætt­unni í Reyn­is­fjöru. Bent er sér­stak­lega á stór­ar, hættu­leg­ar öld­ur en ekki ann­ars kon­ar hættu af öld­un­um. mynd/​Sig­ríður Víðis
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka