Vegir enn lokaðir víða

mbl.is/Styrmir Kári

Vegir eru að mestu auðir á Suðurlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vestanlands er þæfingur bæði á Bröttubrekku og Fróðárheiði en sums staðar nokkur hálka.

Verið er að kanna færð og hreinsa vegi á Vestfjörðum. Færð er ekki að fullu könnuð á Norðurlandi en vegurinn um Þverárfjall er enn lokaður. Ófært er á Víkurskarði og Mývatnsheiði, og eins á Hólaheiði og Hófaskarði en þar er alls staðar verið að moka.

Vegur er enn lokaður yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi sem og á Fjarðarheiði en verið er að moka bæði Fagradal og Oddsskarð. Mjög hvasst er í Hamarsfirði.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert