Ófært norður í Árneshrepp

mbl.is/Styrmir Kári

Hálka og snjókoma er á Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum sunnanlands og hálka á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Hálka eða hálkublettir eru sömuleiðis mjög víða í Árnessýslu. Hálkublettir og snjóþekja er á Suðurstrandavegi.

Vestanlands eru vegir að mestu greiðfærir á láglendi en hálka og éljagangur er Bröttubrekku og Vatnaleið en hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og Fróðárheiði ásamt éljagangi. Á Vestfjörðum eru hálkublettir á flestum fjallvegum en greiðfært á láglendi. Ófært er norður í Árneshrepp á Ströndum.

Norðanlands eru hálkublettir mjög víða en hálka er á Þverárfjalli en snjóþekja er á Hólasandi. Hálkublettir eru mjög víða á Austurlandi en hálka er á Fjarðarheiði, Möðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarheiði.

Hálkublettir, snjóþekja og éljagangur eru frá Djúpavogi í Kvísker annars eru vegir greiðfærir á Suðausturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert