Þórarinn Sverrisson, stjórnarformaður Stapa lífeyrissjóðs, segist virða ákvörðun Kára Arnórs Kárasonar, sem hefur sagt upp sem framkvæmdastjóri Stapa eftir að nafn hans kom við sögu í Panamaskjölunum í tengslum við tvö aflandsfélög.
„Ég virði hans ákvörðun og tel að hún hafi verið rétt,“ segir Þórarinn í samtali við mbl.is.
„Við áttum fund með honum í gærmorgun, ég og varaformaður stjórnar, og hann afhenti okkur þessa yfirlýsinu. Hún var ósköp afdráttarlaus,“ bætir hann við.
Næsti stjórnarfundur verður á fimmtudaginn og þar verður farið betur yfir málið. „Við eigum eftir að vinna úr stöðunni.“
Frétt mbl.is: Hættir hjá Stapa vegna Panamaskjala