Eigandi Austurs ekki gjaldþrota

Miklar deilur hafa staðið yfir um skemmtistaðinn Austur.
Miklar deilur hafa staðið yfir um skemmtistaðinn Austur. mbl.is/Golli

Hæstiréttur sneri í gær við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að taka ætti bú Kamrans Keivanlou, eins eiganda Austurs, til gjaldþrotaskipta. Krafa þess efnis var sett fram af félaginu Austurstræti 5 ehf. Hæstiréttur féllst á þann málflutning Kamrans að þar sem hann hefði gert upp þá skuld sem krafan um gjaldþrotaskipti byggði á ætti krafan ekki rétt á sér.

Frétt mbl.is: Skuld eiganda Austurs gerð upp

Fram kemur í dómi Hæstaréttar að frumskilyrði þess að bú verði tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt lögum sé að sá sem slíka kröfu geri sé lánardrottinn þess sem krafan beinist að. „Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið hafði sóknaraðili greitt kröfu varnaraðila áður en hinn kærði úrskurður var upp kveðinn og var varnaraðili því ekki lengur lánardrottinn sóknaraðila. Brast því skilyrði til að taka bú hans til gjaldþrotaskipta. Þegar af þeirri ástæðu verður hafnað kröfu varnaraðila um skiptin.“

Var Austurstræti 5 ehf. ennfremur gert að greiða Kamran 350 þúsund krónur í kærumálskostnað auk 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert