Árni Páll gefur áfram kost á sér

Árni Páll boðaði til blaðamannafundar í Alþingishúsinu í dag.
Árni Páll boðaði til blaðamannafundar í Alþingishúsinu í dag. mbl.is/Eggert

Árni Páll Árnason gefur áfram kost á sér í embætti formanns Samfylkingar. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi í Alþingishúsinu nú fyrir stundu. Sagðist hann vilja leiða flokkinn í kosningunum sem fyrirhugaðar eru í haust þar sem tækifæri yrði til þess að koma á grundvallarbreytingum í íslensku samfélagi.

Boðað hefur verið til landsfundar hjá Samfylkingunni í maí þar sem nýr formaður verður meðal annars kjörinn. Fjórir hafa þegar lýst því yfir að þeir gefi kost á sér til formanns og eru það þau Oddný G. Harðardóttir, Magnús Orri Schram, Helgi Hjörvar og Guðmundur Ari Sigurjónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka