Berglind og Sigrún hugsa enn málið

Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París.
Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi og Sigrún Stefánsdóttir, forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri, hafa hvorugar gert upp hug sinn varðandi framboð til embættis forseta Íslands.

Berglind staðfesti í samtali við Ríkisútvarpið á mánudaginn í þessari viku að hún hefði fengið margar áskoranir og þá einkum frá konum. Sagðist hún ætla að íhuga vandlega hvort hún verði við þessum áskorunum en muni ekki taka marga daga í það.

Sigrún sagðist í samtali við mbl.is á mánudaginn ætla að gefa sér þessa viku til að ákveða hvort hún fari fram. Þegar blaðamaður náði tali af henni í dag var hún ekki viss um að ákvörðunin lægi fyrir á þeim tíma.

Guðrún Nordal og Guðni Th. Jóhannesson eru meðal þeirra sem enn eiga eftir að ákveða hvort þau fara fram.

For­seta­kosn­ing­ar fara fram 25. júní næst­kom­andi en frest­ur til að til­kynna um fram­boð renn­ur út fimm vik­um áður, eða 21. maí.

Sigrún Stefánsdóttir.
Sigrún Stefánsdóttir. Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert