Frambjóðendur halda sínu striki

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Staða hreyf­ing­ar­inn­ar kall­ar á rót­tæk­ar breyt­ing­ar og end­ur­nýj­un. Við þurf­um að end­ur­heimta traust og verk­efnið okk­ar er að fá fólk til þess að hlusta á okk­ur. Ann­ars náum við ekki ár­angri. Þess vegna held ég að það sé kom­inn tími til að breyta í for­ystu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.“

Þetta seg­ir Magnús Orri Schram sem sæk­ist eft­ir for­mennsku í Sam­fylk­ing­unni spurður um viðbrögð við þeirri ákvörðun Árna Páls Árna­son­ar, for­manns flokks­ins, sem kynnt var í dag að bjóða sig fram til áfram­hald­andi for­mennsku. Lands­fund­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fer fram í maí þar sem meðal ann­ars mun fara fram for­manns­kjör.

Frétt mbl.is: Vill ganga á hólm við gamla póli­tík

„Ég fagna því að ljóst er hvað formaður­inn ætl­ar að gera en það hef­ur ekki áhrif á mína ákvörðun að bjóða mig fram til for­mennsku,“ seg­ir Odd­ný G. Harðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem einnig sæk­ist for­mennsk­unni í flokkn­um.

Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son seg­ir ákvörðun Árna að sama skapi ekki hafa áhrif á sitt fram­boð. Aðspurður seg­ir hann ákvörðun Árna ekki koma sér á óvart. Hann hafi verið far­inn að reikna með því að hann gæfi áfram kost á sér. Ann­ars hefði hann lík­lega verið bú­inn að til­kynna annað.

Ekki náðist í fjórða for­manns­fram­bjóðand­ann, Helga Hjörv­ar þing­flokks­formann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka