Vill ganga á hólm við gamla pólitík

Árni Páll, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert

Fram und­an eru tæki­færi til þess að koma á grund­vall­ar­breyt­ing­um í ís­lensku sam­fé­lagi sagði Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á blaðamanna­fundi í Alþing­is­hús­inu í dag þar sem hann til­kynnti að hann ætlaði að gefa áfram kost á sér sem formaður flokks­ins. Lands­fund­ur hef­ur verið boðaður í maí þar sem kosið verður meðal ann­ars um for­mennsk­una. Sagðist Árni Páll vilja leiða Sam­fylk­ing­una í þing­kosn­ing­un­um næsta haust.

„Ég vil að Sam­fylk­ing­in rækti arf­leifð sína sem rót­tæk­ur um­bóta­flokk­ur. Við eig­um stór­kost­lega sögu,“ sagði Árni Páll. Flokk­ur­inn hefði náð mikl­um ár­angri í síðustu rík­is­stjórn þegar glímt hafi verið við eft­ir­leik banka­hruns­ins og slík­ur flokk­ur ætti að hafa alla burði til þess að bjóða upp á metnaðarfulla og glæsi­lega um­bóta­áætl­un. Sagðist hann hafa skýr­ar hug­mynd­ir í þeim efn­um sem hann hefði sett fram bæði í ræðu og riti. Þar á meðal breyt­ing­ar á fjár­mála­kerf­inu, stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar og nýj­ar áhersl­ur í vel­ferðar­mál­um. Mestu skipti þó áhersl­an á ný stjórn­mál þar sem horfið væri frá átaka­stjórn­mál­um. Rík­is­stjórn­in hefði stundað slík stjórn­mál og stjórn­ar­andstaðan fyr­ir vikið brugðist við með sama hætti.

Ekki verk­efni eins manns að auka fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar

Spurður hvernig hann ætlaði að fara að því að rífa upp fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem væri í sögu­legu lág­marki eft­ir að hann hefði verið við stjórn­völ­inn sagði Árni Páll: „Ég held að það verði ekki verk­efni eins manns að gera það. Al­veg sama hver sá maður yrði sem leiðir Sam­fylk­ing­una þá geti ekki einn maður gert það. Ég held að við þurf­um sam­stillt átak og við þurf­um að átta okk­ur á því að þegar við horf­um til baka þá gekk okk­ur ágæt­lega á fyrri hluta þessa kjör­tíma­bils. Okk­ur hef­ur gengið síður upp á síðkastið. En ég held að það sé gríðarleg eft­ir­spurn eft­ir fram­sæknu um­bótafli sem seg­ir hlut­ina eins og þeir eru og ég held að við þurf­um líka að ganga á hólm við gamla póli­tík og lyk­il­atriði í því fyr­ir flokk­inn og mig per­sónu­lega er að koma hreint fram.“ Mik­il­vægt væri í því sam­bandi að geta lært af mis­tök­um.

Spurður hvernig hann mæti stöðu sína í stjórn­mál­um ef hann tapaði for­manns­kosn­ing­unni sagðist Árni Páll ekk­ert hætta að vera jafnaðarmaður þó hann tapaði kosn­ing­um. Ann­ars myndi hann bara meta það ef sú staða kæmi upp. Eng­inn ætti neitt í Sam­fylk­ing­unni. Það væri flokks­manna í Sam­fylk­ing­unni að segja til um það hvort þeir vildu njóta krafta hans áfram. „Ég er ekk­ert að fara að fara eða hlaupa á dyr ef ég tapa kosn­ing­um.“ Sagðist hann ekki vera að bjóða sig fram vegna þess að hann teldi sig vera lausn­ina á því að reisa við fylgi Sam­fylkn­ing­ar­inn­ar. Hann væri að bjóða sig fram vegna þess að hann hefði reynslu og hug­mynd­ir sem hann teldi að skiptu máli fyr­ir flokk­inn og hann vildi gefa flokks­mönn­um færi á að kjósa um það og sjá hvort þeir deildu þeim skoðunum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka