Eru allslaus í París

Fjölskyldan fyrir utan gistiheimilið í útjaðri Parísar. Þau gera sitt …
Fjölskyldan fyrir utan gistiheimilið í útjaðri Parísar. Þau gera sitt besta til að ástandið verði ekki yfirþyrmandi og reyna að brosa inn á milli. Ljósmynd/Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson

Irina og Vladimir Seibel og börnin þeirra þrjú hafa dvalið hér á landi í átta mánuði en var vísað úr landi síðastliðinn þriðjudag til Frakklands, þar sem þau höfðu millilent á komu sinni hingað.

Þau höfðu sótt um vegabréfsáritun í heimalandi sínu en fá það ekki viðurkennt hjá íslenskum stjórnvöldum. Málið er hjá lögfræðingi sem segir að það gæti tekið ár að fá dómsúrskurð.

Á meðan bíður fjölskyldan allslaus í úthverfi Parísar þar sem þau hafa enn ekki fengið nein svör frá yfirvöldum um sína framtíð þar. Þau þrá það eitt að fá að snúa til baka til Íslands og fá að lifa í öryggi og friðsæld, segir í umfjöllun í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, sem út kom í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert