59% vilja Ólaf Ragnar eða Guðna Th.

Bessastaðir. Margir vilja þangað.
Bessastaðir. Margir vilja þangað. mbl.is/Eggert

Andri Snær Magnason rithöfundur og forsetaframbjóðandi mældist með 6% fylgi í nýrri könnun Frjálsrar verslunar um fylgi frambjóðenda og hugsanlegra frambjóðenda til forsetaembættisins. Katrín Jakobsdóttir var með 8% og Berglind Ásgeirsdóttir, Davíð Oddsson og Þóra Arnórsdóttir 2% hvert.

Meðal annars var spurt hvern þátttakendur vildu sem forseta ef þeir mætti nefna hvaða Íslending sem var. Alls tóku 74% þátttakenda afstöðu til spurningarinnar.

Um 59% þeirra sem afstöðu tóku nefndu þá tvo frambjóðendur sem mest fylgi fengu, Ólaf Ragnar Grímsson og Guðna Th. Jóhannesson. Skipting á fylgi milli þeirra tveggja verður birt í fyrramálið og greint með ýmsum hætti, að því er fram kemur á vefsíðu Frjálsrar verslunar.

Einar Kristinn Guðfinnsson og Halla Tómasdóttir fengu 1% hvort.

Þessir fengu minna en 1% og eru nefndir í stafrófsröð:

Ari Trausti Guðmundsson, Arnþór Henrysson, Ásta Dís Óladóttir, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Bergþór Pálsson, Björg Thorarensen, Björk Guðmundsdóttir, Bogi Ágústsson, Bæring Ólafsson, Egill Einarsson (Gillz), Eiríkur Bergmann, Guðfinna Bjarnadóttir, Guðni Ágústsson, Guðrún Nordal, Hjálmar Jónsson, Hörður Finnbogason, Jón Gnarr, Jón Steinar Gunnlaugsson, Kári Stefánsson, Kristín Ingólfsdóttir, Kristín Vala Ragnarsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Linda Pétursdóttir, Magnús Ingi Magnússon, Máni í Harmageddon, Ólafur Jóhann Ólafsson, Ólafur Stefánsson, Ómar Ragnarsson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Ragna Árnadóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Sturla Jónsson, Vigfús Bjarni Alfreðsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þorgrímur Þráinsson, Þorsteinn Pálsson, Þórarinn Eldjárn, Össur Skarphéðinsson,

Fyrir hádegi á morgun verða birtar á vefsíðunni heildarniðurstöður úr áðurnefndri spurningu og einnig úr tveimur spurningum þar sem spurt var um ákveðna frambjóðendur. Þar verða svörin einnig greind eftir kyni, búsetu, stjórnmálaskoðunum og aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka