Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, mun tilkynna á fimmtudag hvort hann hyggist bjóða sig fram til forseta.
Þessu greinir Guðni frá á Facebook síðu sinni.
„Kæru vinir! Um leið og ég óska launafólki til hamingju með daginn færi ég ykkur þær fréttir að ég hef ákveðið að tilkynna svar mitt við spurningunni miklu um forsetaframboð í Salnum í Kópavogi kl. 14:00 á uppstigningardag, fimmtudaginn 5. maí,“ skrifar Guðni
„ Verið öll hjartanlega velkomin.“
Í opinni könnunn MMR sem birtist síðastliðinn föstudag mældist Guðni með tæplega 25 prósenta fylgi þrátt fyrir að vera ekki formlega í framboði. Ólafur Ragnar Grímsson mældist með mest fylgi, 46 prósent og Andri Snær Magnason með 15 prósent. Aðrir sem nefndir voru mældust með minna en 2% fylgi.
Fylgi Guðna er mest meðal kjósenda á aldrinum 45-54 ára, sem búa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, eru með 800 þúsund eða hærri fjölskyldutekjur og sem kjósa Bjarta framtíð.