„Lokaákvörðunin var mjög auðveld“

Guðni segir stuðninginn hafa aukið kraft hans og bjartsýni en …
Guðni segir stuðninginn hafa aukið kraft hans og bjartsýni en vill þó ekki gefa upp hvort ætlunin er að fylgja honum eftir. mbl.is/

Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti rétt í þessu að hann hyggist upplýsa um ákvörðun sína varðandi forsetaframboð á fimmtudaginn næstkomandi. Hann biður blaðamann mbl.is að sýna biðlund, þegar hann er inntur eftir því hvort svarið geti ekki komið aðeins fyrr.

Frétt mbl.is: Guðni boðar til fundar

„Þetta er bara fallegur og góður dagur, alveg eins og fimmtudagurinn verður,“ segir Guðni. 

Hann staðfestir að ákvörðunin hafi verið tekin og segir í sjálfu sér ekki langt síðan hún hafi legið fyrir.

„Það er bara þannig að þegar maður hefur tíma til þess að skoða hug sinn vandlega gerir maður það. Það hef ég verið að gera og lokaákvörðunin var mjög auðveld.“

Guðni mælist með næst mest fylgi forsetaframbjóðenda, tæplega 25 prósent í nýjustu könnun Maskínu, þrátt fyrir vera ekki formlega í framboði, enn sem komið er í það minnsta.

Hann viðurkennir að hafa fundið fyrir miklum þrýstingi um að tilkynna framboð síðustu vikurnar. Segir hann stuðninginn koma úr öllum áttum, bæði frá vinum og ókunnugum, og að raunar sé um að ræða „þverskurð af samfélaginu, blessunarlega.“

„Hann hefur komið mér ánægjulega á óvart. Þessi stuðningur jók mér auðvitað kraft og bjartsýni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka