Vilja koma fjölskyldunni í skjól

Fjölskyldan kom til Íslands í ágúst 2015.
Fjölskyldan kom til Íslands í ágúst 2015. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Yfir 300 manns hafa lagt nafn sitt við und­ir­skrift­arlista sem ber yf­ir­skrift­ina „Kom­um Sei­bel fjöl­skyld­unni í skjól“.

Þar er átt við Ir­inu og Vla­dimir Sei­bel og börn þeirra, Mil­inu sem er níu ára og tví­bur­ana Sam­ir og Kemal sem eru sex ára en mbl.is og Sunnu­dags­blað Morg­un­blaðsins hafa fjallað ít­ar­lega um mál þeirra síðastliðna viku. Fjöl­skyld­an hrakt­ist frá Úsbekist­an vegna trú­arof­sókna og hafði búið hér á landi í átta mánuði þegar þeim var vísað úr landi.

Í kjöl­farið tók við ferð til Frakk­lands þar sem þau eiga í eng­in hús að venda, auk þess sem þrjár ferðir og margra klukku­tíma bið á héraðsskrif­stofu í út­hverfi Par­ís­ar þar sem þeim var gert að skrá sig hafa enn ekki leitt til neins, vegna bil­unn­ar í prent­ara að sögn starfs­manna.

„Við vilj­um biðla til ykk­ar um að hjálpa til við að reyna að koma þeim aft­ur hingað heim til Íslands,“ seg­ir í lýs­ingu und­ir­skriftal­ist­ans.

Von­ast er eft­ir að þessi und­ir­skriftalisti geti sýnt sam­stöðu og vilja Íslend­inga um að Sei­bel fjöl­skyld­unni verði veitt hæli hér á Íslandi.“

Hægt er að skrifa und­ir hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert