Hallarekstur borgarinnar lögbrot

Halldór Halldórsson borgarfulltrúi.
Halldór Halldórsson borgarfulltrúi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rekstrarjöfnuður Reykjavíkurborgar á árunum 2013 til 2015 var neikvæður um 824 milljónir króna, samkvæmt endurskoðunarskýrslu KPMG vegna ársreikninga 2015.

Gangi fyrirliggjandi áætlanir eftir verður rekstrarjöfnuður A- og B-hluta sveitarfélagsins neikvæður næstu tvö árin en jákvæður árin þar á eftir. Í skýrslunni er vakin athygli á því að samkvæmt sveitarstjórnarlögum er ekki heimilt að samanlögð heildarútgjöld séu á hverju þriggja ára tímabili hærri en nemur samanlögðum tekjum.

Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, vakti athygli á þessu á fundi borgarstjórnar í gær og sagði að sífelldur taprekstur borgarinnar gæti verið brot á lögum. Spurður um viðbrögð yfirvalda taldi Halldór líklegast að borgin fengi tiltal.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert