Ákvörðun Árna Páls kom á óvart

Oddný G. Harðardóttir segir ákvörðun Árna Páls óneitanlega breyta stöðu …
Oddný G. Harðardóttir segir ákvörðun Árna Páls óneitanlega breyta stöðu annarra frambjóðenda um formannsembættið. Ómar Óskarsson

Odd­ný G. Harðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ist virða ákvörðun Árna Páls um að hætta við að gefa kost á sér til áfram­hald­andi for­manns­setu „Ég var ann­ars bara að sjá þetta og hef ekki náð að tala við hann sjálf­an.“

Hún seg­ir ákvörðun­ina koma sér á óvart, enda sé stutt síðan að Árni Páll til­kynnti að hann ætlaði að gefa kost á sér áfram. Odd­ný til­kynnti í mars að hún bjóði sig fram í for­mann­sembættið og seg­ir hún ákvörðun Árna Páls óneit­an­lega breyta stöðu annarra fram­bjóðenda um embættið. „Sitj­andi formaður hef­ur alltaf ákveðna stöðu og það er aldrei auðvelt að fara fram gegn hon­um.“

Spurð um lé­leg­an ár­ang­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar und­an­farna mánuði og hvort lausn­in geti fal­ist í nýrri for­ystu seg­ir hún: „Mér finnst eðli­legt að flokk­ur í þess­ari stöðu reyni allt sem hann get­ur til að laga stöðuna og eitt af því get­ur verið að skipta um for­ystu, en öll erum við nú samt að berj­ast fyr­ir sömu stefn­unni.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka