Árni Páll hættur við framboð

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, er hætt­ur við að bjóða sig fram til for­manns á ný. Þetta kem­ur fram í tölvu­pósti sem hann sendi til flokks­manna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í dag.

Frest­ur til að til­kynna um fram­boð til for­manns renn­ur út á morg­un.

Í bréf­inu seg­ir Árni að hann geti ekki horft fram hjá því „að um þessa sýn og um mína per­sónu er ekki ein­ing og at­b­urðarás­in á og frá síðasta lands­fundi vek­ur mér efa­semd­ir um að sú ein­ing geti skap­ast með mig sem formann. Mín biði því erfið bar­átta, inn­an flokks sem er í sár­um, sem eng­inn veit hverju myndi skila. Í bréfi til Hanni­bals árið 1949 lýsti Gylfi Þ. Gísla­son því að til­tek­inn ár­ang­ur hefði getað náðst í bar­áttu þeirra fé­lag­anna fyr­ir nýj­um og betri stjórn­mál­um „ef ég hefði sjálf­ur getað gengið til verks með þeim dugnaði og því of­stæki sem ég á ekki til.“ Mér er nú líkt farið og Gylfa var þá.“

Árni seg­ir stöðu flokks­ins óá­sætt­an­lega. „Sem fyrr vara ég flokks­fólk við að halda að á henni séu ein­fald­ar lausn­ir. En hug­sjón­ir jafnaðarmanna þurfa sam­hent­an og skyn­sam­an flokk sem ber þær fram og per­són­ur geta ekki staðið þeim fram­ar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til end­ur­kjörs sem formaður flokks­ins.“

Bréfið í heild:

Kæru vin­ir og sam­herj­ar.

Und­an­farna viku hef ég rætt við flokks­fólk og und­ir­búið for­manns­kjör, skipu­lagt kosn­inga­bar­átt­una og safnað und­ir­skrift­um meðmæl­enda um allt land. Ég hef fundið fyr­ir mikl­um stuðningi við hug­mynd­ina um op­inn, fjöl­breytt­an flokk sem tek­ur sér stöðu í miðju sam­fé­lags­ins og berst hönd í hönd með verka­lýðshreyf­ing­unni fyr­ir fé­lags­legu rétt­læti, jöfn­um tæki­fær­um, ein­stak­lings­frelsi og öllu því sem máli skipt­ir fyr­ir venju­legt fólk. Það er sú hug­mynd sem hef­ur dregið mig áfram alla tíð.

En ég get ekki horft fram­hjá því að um þessa sýn og um mína per­sónu er ekki ein­ing og at­b­urðarás­in á og frá síðasta lands­fundi vek­ur mér efa­semd­ir um að sú ein­ing geti skap­ast með mig sem formann. Mín biði því erfið bar­átta, inn­an flokks sem er í sár­um, sem eng­inn veit hverju myndi skila. Í bréfi til Hanni­bals árið 1949 lýsti Gylfi Þ. Gísla­son því að til­tek­inn ár­ang­ur hefði getað náðst í bar­áttu þeirra fé­lag­anna fyr­ir nýj­um og betri stjórn­mál­um „ef ég hefði sjálf­ur getað gengið til verks með þeim dugnaði og því of­stæki sem ég á ekki til.“ Mér er nú líkt farið og Gylfa var þá.

Staða flokks­ins er óá­sætt­an­leg. Sem fyrr vara ég flokks­fólk við að halda að á henni séu ein­fald­ar lausn­ir. En hug­sjón­ir jafnaðarmanna þurfa sam­hent­an og skyn­sam­an flokk sem ber þær fram og per­són­ur geta ekki staðið þeim fram­ar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til end­ur­kjörs sem formaður flokks­ins.

Ég er óend­an­lega þakk­lát­ur öllu stuðnings­fólki mínu um land allt fyr­ir stuðning og hvatn­ingu. Þjóðin á skilið að eiga öfl­ug­an jafnaðarflokk, sem styður þann formann sem flokks­menn velja til for­ystu í alls­herj­ar­at­kvæðagreiðslu. Ég mun gera mitt til að svo verði. Von­andi birt­ist sá flokk­ur þjóðinni 4. júní næst­kom­andi og sýn­ir sig til­bú­inn til verka.​

Með kærri kveðju,

Árni Páll Árna­son

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka