Hyggileg ákvörðun fyrir Árna Pál

Magnús Orri Schram segir Samfylkinguna þurfa að fara í allsherjar …
Magnús Orri Schram segir Samfylkinguna þurfa að fara í allsherjar endurskoðun á sinni starfsemi.

Magnús Orri Schram, sem gef­ur kost á sér til embætt­is for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir óneit­an­lega hafa komið á óvart að Árni Páll hafi hætt við að gefa kost á sér til áfram­hald­andi for­manns­setu, enda hafi hann verið bú­inn að gefa annað út.

„Árni Páll hef­ur alltaf verið öfl­ug­ur stjórn­mála­maður og hann fékk svo­lítið snú­in spil á hendi þegar hann tók við og for­manns­kosn­ing­in á síðasta lands­fundi setti hann í mjög erfiða stöðu,“ seg­ir Magnús Orri. „Þannig að það er búin að vera svo­lít­il brekka hjá hon­um í hans for­mannstíð og ég held að þetta sé hyggi­legt ákvörðun fyr­ir hann.“

Nýr formaður og vara­formaður munu taka við flokkn­um á lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og er Magnús Orri þeirr­ar skoðunar að flokk­ur­inn þurfi á slíkri end­ur­nýj­un að halda.  „Ég hef lagt á það áherslu að flokk­ur sem er í svona erfiðri stöðu þurfi að end­ur­nýja í for­ystu­sveit sinni og það er nú í öðrum þræði ástæða þess að ég var hvatt­ur til að gefa kost á mér.“

Sín skoðun sé að það sé Sam­fylk­ing­unni mik­il­vægt að fara í alls­herj­ar end­ur­skoðun á sinni starf­semi. „Því það er klár­lega ekki að virka það sem er að ger­ast í dag. Það þarf að horfa til ásýnd­ar og tals­manns og það þarf að vera hægt að laða að nýtt fólk  inn í hreyf­ing­una og á fram­boðslista.“ Mikið starf sé því framund­an. „Það er tími mik­illa breyt­inga framund­an í Sam­fylk­ing­unni það er ljóst, enda svo sem ekki hægt annað því staðan í dag er óviðun­andi og því erum við öll sam­mála.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka