Þingmennirnir haldi sig til hlés

Ungir jafnaðarmenn vilja að sitjandi þingmenn Samfylkingarinnar taki ekki efsta …
Ungir jafnaðarmenn vilja að sitjandi þingmenn Samfylkingarinnar taki ekki efsta sæti framboðslista.

Ungir jafnaðarmenn vilja að enginn sitjandi þingmaður Samfylkingarinnar taki oddvitasæti á framboðslistum í komandi þingkosningum til þess að tryggja endurnýjun í þingflokknum. Í ályktun sem ungliðarnir hafa samþykkt er bent á að engin endurnýjun hafi átt sér stað í kosningunum árið 2013.

Ályktunin hefur verið send landsfundi Samfylkingarinnar sem verður haldinn 3.-4. júní með áskorun um að hún verði samþykkt þar. Í henni segir jafnframt að ef fylgi Samfylkingarinnar sé skoðað eins og það mælist í dag sé útlit fyrir að engin endurnýjun verði heldur í næstu kosningum. Því vilja ungliðarnir að landsfundur samþykki að sitjandi þingmenn taki sæti neðar á listum.

„Með þessu er tryggt að endurnýjun verði sett í fyrsta sæti. Bæti Samfylkingin við sig fylgi fram að kosningum eiga sitjandi þingmenn greiða leið aftur inn á Alþingi, hafi þeir hlotið brautargengi meðal flokksfélaga sinna í flokksvali,“ segir í ályktun Ungra jafnaðarmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert