Þingmennirnir haldi sig til hlés

Ungir jafnaðarmenn vilja að sitjandi þingmenn Samfylkingarinnar taki ekki efsta …
Ungir jafnaðarmenn vilja að sitjandi þingmenn Samfylkingarinnar taki ekki efsta sæti framboðslista.

Ung­ir jafnaðar­menn vilja að eng­inn sitj­andi þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar taki odd­vita­sæti á fram­boðslist­um í kom­andi þing­kosn­ing­um til þess að tryggja end­ur­nýj­un í þing­flokkn­um. Í álykt­un sem ungliðarn­ir hafa samþykkt er bent á að eng­in end­ur­nýj­un hafi átt sér stað í kosn­ing­un­um árið 2013.

Álykt­un­in hef­ur verið send lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem verður hald­inn 3.-4. júní með áskor­un um að hún verði samþykkt þar. Í henni seg­ir jafn­framt að ef fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sé skoðað eins og það mæl­ist í dag sé út­lit fyr­ir að eng­in end­ur­nýj­un verði held­ur í næstu kosn­ing­um. Því vilja ungliðarn­ir að lands­fund­ur samþykki að sitj­andi þing­menn taki sæti neðar á list­um.

„Með þessu er tryggt að end­ur­nýj­un verði sett í fyrsta sæti. Bæti Sam­fylk­ing­in við sig fylgi fram að kosn­ing­um eiga sitj­andi þing­menn greiða leið aft­ur inn á Alþingi, hafi þeir hlotið braut­ar­gengi meðal flokks­fé­laga sinna í flokksvali,“ seg­ir í álykt­un Ungra jafnaðarmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka