Ekki endilega góð en skiljanleg

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, fyrrverandi utanríkisráðherra og …
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur.

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ist ekki viss um hvort ákvörðun Árna Páls Árna­son­ar, nú­ver­andi for­manns, um að sækj­ast ekki eft­ir end­ur­kjöri sé rétt eða góð fyr­ir flokk­inn, en hún sé óumflýj­an­leg og skilj­an­leg.

Árni Páll til­kynnti þetta í gær, eft­ir að hafa efnt til blaðamanna­fund­ar rúmri viku áður til að til­kynna um fram­boð sitt.

„Árni Páll hef­ur sýnt meira út­hald og seiglu en flest­ir hafa til að bera og á und­an­förn­um vik­um og mánuðum hef­ur hann sýnt og sannað úr hverju hann er gerður. Ég dá­ist að þolgæði hans og heil­ind­um í því lævi blandna lofti sem um­lyk­ur ís­lenska póli­tík. Árni Páll er dreng­ur góður, það fékk ég sjálf að reyna í þeim hremm­ing­um sem ég gekk í gegn­um á ár­un­um 2009 og 2010,“ seg­ir Ingi­björg Sól­rún á Face­book.

Hún seg­ist virða ákvörðun Árna Páls og óska hon­um velfarnaðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka