Fjórir í framboði til formanns

Allir þeir sem voru skráðir félagar í Samfylkingunni kl. 12 …
Allir þeir sem voru skráðir félagar í Samfylkingunni kl. 12 í dag geta kosið nýjan formann í rafrænni kosningu. mynd/Heiðdís

Fram­boðsfrest­ur fyr­ir for­manns­kjör Sam­fylk­ing­ar­inn­ar rann út í há­deg­inu í dag. Fjór­ir verða í fram­boði, þau Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son, Helgi Hjörv­ar, Magnús Orri Schram og Odd­ný G. Harðardótt­ir. Kosn­ing­in fer fram ra­f­rænt og hefst 28. maí. Henni lýk­ur á lands­fundi flokks­ins 3. júní.

Í sam­tali við mbl.is staðfesti Sema Erla Ser­d­ar, formaður fram­kvæmda­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, að þessi fjög­ur hafi skilað inn gögn­um um fram­boð áður en frest­ur­inn rann út. Hún seg­ir að stefnt sé að því að niður­stöður kosn­ing­ar­inn­ar liggi fyr­ir kl. 18 föstu­dag­inn 3. júní þegar lands­fund­ur flokks­ins stend­ur yfir.

All­ir þeir sem voru skráðir fé­lags­menn í Sam­fylk­ing­unni kl. 12 í dag hafa at­kvæðis­rétt í kosn­ing­unni sem verður ra­f­ræn.

Einnig verður kosið til vara­for­manns flokks­ins og í fram­kvæmda­stjórn en fram­boðsfrest­ur til þeirra embætta renn­ur út á lands­fund­in­um sjálf­um. Aðeins kjörn­ir lands­fund­ar­full­trú­ar hafa at­kvæðis­rétt í kosn­ing­um til þeirra embætta.

Árni Páll Árna­son, nú­ver­andi formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, lýsti því yfir í gær að hann drægi fram­boð sitt til áfram­hald­andi setu í embætt­inu til baka.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka