Árni Páll óákveðinn með framhaldið

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ist ekki hafa ákveðið hvort hann bjóði sig fram til Alþing­is í næstu þing­kosn­ing­um. Stutt er síðan hann ákvað að hætta við að sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri til for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

„Ég sit áfram sem alþing­ismaður og svo met­ur maður stöðuna þegar maður kem­ur að kosn­ing­um, eins og maður ger­ir alltaf. Þing­mennska er í mín­um huga sam­starfs­verk­efni á milli þing­manns og kjós­enda. Það þarf að vera ákveðið sam­hengi á milli fram­boðs og eft­ir­spurn­ar,“ seg­ir Árni Páll.

Frétt mbl.is: Árni Páll hætt­ur við fram­boð

Ekki skyn­sam­leg skila­boð

Hann seg­ir ekk­ert eitt hafa valdið því að hann ákvað að hætta við for­manns­fram­boðið, aðeins viku eft­ir að hann hélt blaðamanna­fund þar sem hann til­kynnti um fram­boðið. „Ég sann­færðist um það á þess­ari viku að ég gæti unnið þetta en efaðist stór­lega um að ég næði nauðsyn­leg­um vinnufrið til að halda áfram, jafn­vel þótt það tæk­ist,“ grein­ir Árni Páll frá.

„Svo sá ég líka þá mynd teikn­ast upp að þetta voru fimm kandí­dat­ar að berj­ast um for­mennsku í flokki sem er í erfiðri stöðu og mér fannst það ekk­ert endi­lega skyn­sam­leg skila­boð til þjóðar­inn­ar og það ýtti enn frek­ar á mig.“

Hann vill ekk­ert tjá sig um hvern hann vill sjá sem næsta formann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. „Ég ætla að hlífa eft­ir­manni mín­um við því að sitj­andi formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafi af­skipti af því. Ég held að það sé ekki góð lat­ína.“

Davíð Oddsson.
Davíð Odds­son. mbl.is/​Golli

Veik­ara Alþingi í stjórn­artíð Davíðs

Davíð Odds­son, sem hef­ur boðið sig fram til embætt­is for­seta Íslands, lét hafa eft­ir sér að þingið væri af­skap­lega veikt og þar séu fáir sem veiti vigt eða for­ystu. Meiri reynslu skorti.

Árni Páll er ekki sam­mála því að þingið sé veikt og tel­ur að það hafi verið mun veik­ara í stjórn­artíð Davíðs. „Þá var gengið yfir þingið. Stjórn­ar­menn voru eins og vilja­laust verk­færi í hönd­um flokks­for­ystu á þeim tíma. Hann hafði ekki einu sinni fyr­ir því að upp­fylla laga­skyld­ur um sam­ráð við Alþingi varðandi stuðning við inn­rás­ina í Írak, svo dæmi sé tekið,“ seg­ir hann.

Þvert á móti tel­ur hann að veg­ur þings­ins hafi auk­ist frá hruni.  „Fjöldi þing­manna­mála sem hafa verið samþykkt hef­ur fjölgað og á marg­an hátt hef­ur margt gengið vel í þing­inu. Hins veg­ar hafa stjórn­mál­in verið föst í miklu átakafari og það sér ekki fyr­ir end­ann á því. Fram­boð hans [Davíðs] mun al­veg ör­ugg­lega ekki hjálpa til við að losa ís­lensk stjórn­mál og ís­lenska stjórn­má­laum­ræðu úr því fari,“ bæt­ir Árni Páll við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka