Rannsóknum í málum tveggja lögreglumanna sem störfuðu hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lýkur brátt hjá héraðssaksóknara og ríkissaksóknara.
Fyrri lögreglumaðurinn er í rannsókn hjá ríkissaksóknara. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald á milli jóla og nýárs grunaður um óeðlileg samskipti við lögreglumenn með því að hafa lekið upplýsingum og jafnvel þegið greiðslur fyrir. Maður um fertugt var einnig settur í gæsluvarðhald vegna málsins.
Samkvæmt Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara mun þeirri rannsókn ljúka „fljótlega“ en í mars síðastliðnum var rannsóknin á seinni stigum.
Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara er mál síðari lögreglumannsins, sem einnig starfaði hjá fíkniefnadeild lögreglunnar, „á lokametrunum“.
Hann segist ekki vita hvenær ljóst verði hvort maðurinn verður sóttur til saka eða ekki.
Rannsókn málsins hófst eftir áramót og var lögreglumaðurinn leystur frá störfum á meðan á henni átti að standa.
Hann hafði áður verið fluttur til í starfi innan lögreglunnar vegna ásakana um hvernig samskiptum hans við brotamenn væri háttað.