Tekist á um salerni á Alþingi

Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar.
Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta eru enda­laus­ar áskor­an­ir, síðast en ekki síst að það séu næg sal­erni til að taka á móti öll­um þess­um fjölda ferðamanna. Ef ég heyri fleiri frétt­ir um að ferðamenn séu að gera þarf­ir sín­ar úti um hvipp­inn og hvapp­inn í sum­ar er það vís­bend­ing um að hæstv. ráðherra hafi ekki staðið sig í stykk­inu,“ sagði Bryn­hild­ur Pét­urs­dótt­ir, þingmaður Bjartr­ar framtíðar, á Alþingi í dag í umræðum um ferðamannaiðnaðinn á Íslandi.

Sagði hún að mörgu að hyggja í þeim efn­um. Meðal ann­ars ástandi vega­kerf­is­ins, átroðnings á viðkvæm­um svæðum og svartri at­vinnu­starf­semi. „Ef við get­um ekki einu sinni reddað sal­ern­um fyr­ir ferðamenn sem hingað koma spyr ég: Get­um við yfir höfuð tekið við öll­um þess­um fjölda? Þetta er lág­marksþjón­usta.“

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir iðnaðar- og viðskiptaráðherra var til svara og sagði að gæta yrði sann­girni í umræðunni. Það væri ekki allt í kalda­koli eins og þingmaður­inn vildi meina. „Það eru næg sal­erni úti um allt land, það er líka verið að kort­leggja núna hvar á þjóðvegi 1 er of mik­il vega­lengd sem þarf að bæta úr og setja á lagg­irn­ar.“

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson …
Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son for­sæt­is­ráðherra. mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert