Tekist á um salerni á Alþingi

Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar.
Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta eru endalausar áskoranir, síðast en ekki síst að það séu næg salerni til að taka á móti öllum þessum fjölda ferðamanna. Ef ég heyri fleiri fréttir um að ferðamenn séu að gera þarfir sínar úti um hvippinn og hvappinn í sumar er það vísbending um að hæstv. ráðherra hafi ekki staðið sig í stykkinu,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Alþingi í dag í umræðum um ferðamannaiðnaðinn á Íslandi.

Sagði hún að mörgu að hyggja í þeim efnum. Meðal annars ástandi vegakerfisins, átroðnings á viðkvæmum svæðum og svartri atvinnustarfsemi. „Ef við getum ekki einu sinni reddað salernum fyrir ferðamenn sem hingað koma spyr ég: Getum við yfir höfuð tekið við öllum þessum fjölda? Þetta er lágmarksþjónusta.“

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra var til svara og sagði að gæta yrði sanngirni í umræðunni. Það væri ekki allt í kaldakoli eins og þingmaðurinn vildi meina. „Það eru næg salerni úti um allt land, það er líka verið að kortleggja núna hvar á þjóðvegi 1 er of mikil vegalengd sem þarf að bæta úr og setja á laggirnar.“

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson …
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert