Báðum bílunum stolið í skjóli nætur

Um er að ræða svartan Dodge Durango jeppa með númerinu …
Um er að ræða svartan Dodge Durango jeppa með númerinu FA-419 og hvítan Volkswagen Touran með númerinu KEZ-65.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir tveimur ökutækjum vegna máls sem er til rannsóknar á lögreglustöð 1. Um er að ræða hvítan Volkswagen Touran árgerð 2013 með númerinu KE-Z65 og svartan Dodge Durango 2WD árgerð 2007. Númer hans er FA-419 og svart farangursbox er á þaki bílsins.

Eigandi bílanna, Jóhann Friðrik Haraldsson, segir í samtali við mbl.is að hann hafi í morgun haldið að einhver væri að gera grín í sér þegar að báðir bílarnir voru horfnir. Þegar að mbl.is ræddi við hann í hádeginu hafði ekkert heyrst af bílunum en þeirra er nú leitað.

Þjófarnir brutust inn í bílskúr í eigu tengdaforeldra Jóhanns sem búa skammt frá. Þar komust þeir yfir aukalykla að bílunum þar sem hluti af búslóð fjölskyldu Jóhanns er geymd í bílskúrnum. Þaðan gengu þeir út á plan og leituðu að bílunum sem lyklarnir gengu að. Jóhann efast um að ránið hafi verið skipulagt heldur telur hann að það sé tilviljun að þjófarnir fundu bíllyklana.

Þeir sem hafa upplýsingar um bílana og staðsetningu þeirra eiga að hafa samband við lögreglu í s. 444 1000.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert