Formannskjör bjargi ekki Samfylkingunni

Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðiprófessor.
Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðiprófessor. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Sam­fylk­ing­in er í úlfa­kreppu og lík­leg­ast í óra­fjar­lægð frá því sem flokks­menn telja ásætt­an­legt. Flokk­ur­inn var stofn­sett­ur til þess að sam­eina vinstri­menn og ná veru­legu fylgi en það er orðið ansi langt síðan hann var í þeirri stöðu,“ seg­ir Ei­rík­ur Berg­mann, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði. Hann seg­ist ekki vera viss um að for­manns­kjör eitt og sér geti bjargað stöðu flokks­ins, þar sem vand­inn sé djúp­stæðari en svo.

Lands­fund­ur flokks­ins fer fram í júní n.k. en fjór­ir fram­bjóðend­ur sækj­ast eft­ir embætti for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar; Helgi Hjörv­ar, þingmaður til þrett­án ára, Magnús Orri Schram, sem sat á þingi fyr­ir Sam­fylk­ing­una á síðasta kjör­tíma­bili en starfar nú sem ráðgjafi hjá Capacent, Odd­ný Harðardótt­ir, þingmaður og fyrr­um fjár­málaráðherra og Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son, bæj­ar­full­trúi á Seltjarn­ar­nesi. Þá sæk­ist Sema Erla Ser­d­ar, formaður fram­kvæmda­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, eft­ir embætti vara­for­manns.

Flokk­ur­inn þarf á nýju upp­hafi að halda

„Flokk­ur­inn hlaut af­hroð í síðustu kosn­ing­um og staðan hef­ur bara versnað síðan,“ seg­ir Ei­rík­ur og bæt­ir við að flokk­ur­inn þurfi á nýju upp­hafi að halda. „Slíkt hef­ur stund­um gengið vel eins og til dæm­is var með Reykja­vík­urlist­ann á sín­um tíma, jafn­vel eins og varð með Alþýðubanda­lagið á sín­um tíma og eins og varð með Sam­fylk­ing­una sjálfa á ákveðnu tíma­bili. Saga vinstri hreyf­inga er saga klofn­ings og sam­ein­inga. Stund­um hef­ur gengið upp að sam­eina áður sundrað fólk í nýtt fyr­ir­bæri sem þó hvíli á sama hug­mynda­fræðilega grunni, þannig að úr hef­ur orðið eitt­hvað stærra en það sem fyr­ir var, þótt tíma­bundið virðist vera í hvert sinn.“

Magnús Orri Schram virðist vera á þeirri línu í aðsendri grein í Frétta­blaðinu í dag, en þar seg­ir hann flokk­inn þurfa að taka veru­leg­um breyt­ing­um á næstu vik­um til þess að geta gegnt hlut­verki sínu „sem val­kost­ur jafnaðarfólks“ í kosn­ing­un­um í haust. Magnús bend­ir á að flokk­ur­inn sé með átta til tíu pró­senta fylgi sem er að mestu meðal elstu kjós­end­anna. Þá tal­ar hann fyr­ir því í grein­inni að ný hreyf­ing verði stofnuð, sem stefn­ir sam­an fólki frá miðju til vinstri. Í sam­tali við mbl.is fyrr í dag sagðist Magnús þó ekki vilja leggja flokk­inn niður, held­ur byrja upp á nýtt.

Vandi sósí­al­demó­kra­tí­unn­ar djúp­stæðari

Ei­rík­ur seg­ir vanda sósí­al­demó­kra­tí­unn­ar á Íslandi og víðar djúp­stæðan, og skamm­tíma­lausn­ir dugi skammt. „Sósí­al­demó­krat­ar glötuðu grund­vallar­fylgi sínu um alla Evr­ópu, þar á meðal á Íslandi, þegar þeir færðust frá því að vera fyrst og fremst mál­svar­ar al­menn­ings og fóru að hafa áhuga á fágaðri blæ­brigðum stjórn­mál­anna. Þegar þeir fóru einkum að velta fyr­ir sér mál­efn­um á borð við um­hverf­is­vernd, lýðræðisþróun, femín­isma og mál­efn­um sem kunna að vera mik­il­væg en eru ekki í eðli sýnu alþýðubar­átta misstu þeir kjarna­fylgi sitt yfir til annarra po­púlí­sk­ari afla sums staðar. Á meðan menn ná ekki tök­um á þess­um grunni sín­um þá sést ekki hvaða smáskammta­lækn­ing­ar duga,“ seg­ir Ei­rík­ur og held­ur áfram:

„Þessi hug­mynd og hug­mynda­fræði um að flokk­arn­ir vinstra meg­in hryggj­ar vinni sam­an snýst ekki um að það fyr­ir­bæri heiti Sam­fylk­ing­in, það get­ur heitið hvað sem er. En þetta er spurn­ing um hvar jafnaðar­menn í breiðum skiln­ingi eru til húsa hverju sinni. Hreyf­ing­in er í raun­inni að sumu leyti óháð flokk­un­um hverju sinni.“

Ólík­legt að tvær kon­ur verði kosn­ar í embætti for­manns og vara­for­manns

Ei­rík­ur bend­ir á að staðan fyr­ir kosn­ing­ar sé tölu­vert snú­in. Katrín Júlí­us­dótt­ir, vara­formaður og þingmaður Suðvest­ur­kjör­dæm­is, hef­ur til­kynnt að hún ætli að hætta á þingi í lok kjör­tíma­bils­ins. Í sama kjör­dæmi sit­ur Árni Páll formaður. Fari svo að Magnús Orri, sem er sá þriðji á lista í kjör­dæm­inu, verði kos­inn formaður verður að telj­ast lík­legt að annað þeirra hætti fyr­ir lok kjör­tíma­bils­ins svo formaður­inn sitji á þingi.  

Þá seg­ir Ei­rík­ur afar ólík­legt að tvær kon­ur yrðu kosn­ar í embætti for­manns og vara­for­manns, vegna kynja­jafn­rétt­is­stefnu flokks­ins. „Þetta er flokk­ur sem gengst hvað lengst í form­legu kynja­jafn­rétti þegar kem­ur að stöðum og þess hátt­ar og það er al­gjör­lega inn­byggt í þenn­an stjórn­mála­flokk að rétta slíkt af, enda er þetta sá flokk­ur sem Kvenna­list­inn fór inn í. Nú­ver­andi staða er sú að formaður og vara­formaður koma úr sama kjör­dæm­inu og það get­ur gengið en það geng­ur verr að formaður og vara­formaður séu af sama kyni,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Eiríkur segir vanda Samfylkingarinnar djúpstæðan.
Ei­rík­ur seg­ir vanda Sam­fylk­ing­ar­inn­ar djúp­stæðan. mbl.is/​Styrm­ir Kári
Magnús Orri Schram segir í Fréttablaðinu í dag að flokkurinn …
Magnús Orri Schram seg­ir í Frétta­blaðinu í dag að flokk­ur­inn þurfi nýtt upp­haf.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert