Sigurður Ingi í Washington

Hvíta húsið í Washington.
Hvíta húsið í Washington. AFP

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sækir leiðtogafund Norðurlandanna og Bandaríkjanna, sem haldinn verður í Hvíta húsinu í Washington 13. maí 2016. Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra mun jafnframt sækja fundinn.  

Leiðtogafundurinn er framhald fundar leiðtoga Norðurlandanna og Bandaríkjanna sem haldinn var í Svíþjóð árið 2013. Til umræðu verður samvinna Bandaríkjanna og Norðurlandanna á ýmsum sviðum alþjóða- og utanríkismála. Þá mun samtal leiðtoganna halda áfram yfir hádegisverði í boði utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Lýkur svo deginum með viðhafnarkvöldverði í Hvíta húsinu í boði forsetahjóna Bandaríkjanna, að því segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert