Þorvaldur Lúðvík segir upp

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson ætlar að fljúga á braut frá Atvinnuþróunarfélagi …
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson ætlar að fljúga á braut frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Fram­kvæmda­stjóri At­vinnuþró­un­ar­fé­lags Eyja­fjarðar (AFE), Þor­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son, hef­ur sagt starfi sínu lausu frá og með næstu mánaðamót­um. Í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu seg­ist Þor­vald­ur Lúðvík vera að hverfa til starfa í fyr­ir­tæki í flug­tengdri starf­semi.

Staðan verður aug­lýst á næst­unni en Þor­vald­ur Lúðvík er sagður munu verða fé­lag­inu inn­an hand­ar þar til búið verður að ráða nýj­an fram­kvæmda­stjóra.

„Ég hef á und­an­förn­um mánuðum tekið þátt í und­ir­bún­ingi fyr­ir­tæk­is í flug­tengdri starf­semi, sem ligg­ur auðvitað nærri áhuga­sviði mínu. Nú lít­ur út fyr­ir að þetta geti orðið að veru­leika og því rétt að hverfa á braut úr nú­ver­andi starfi til að ein­henda mér í verk­efni á nýj­um vett­vangi,“ er haft eft­ir Þor­valdi Lúðvík í til­kynn­ing­unni.

Ráðning Þor­vald­ar Lúðvíks til At­vinnuþró­un­ar­fé­lags­ins árið 2012 var um­deild vegna starfa hans fyr­ir Saga Capital fyr­ir hrun. Þá hafði hann stöðu sak­born­ings í rann­sókn sér­staks sak­sókn­ara á mál­um sem tengd­ust Glitni.

Þor­vald­ur Lúðvík var svo ákærður ásamt tveim­ur öðrum í STÍM-mál­inu svo­nefnda í fe­brú­ar 2014 og óskaði hann eft­ir tíma­bundu leyfi frá starfi fram­kvæmda­stjóra AFE í kjöl­farið. Hann var dæmd­ur í átján mánaða fang­elsi í héraði fyr­ir hlut­deild að umboðssvik­um í des­em­ber. Þeim dómi var áfrýjað til Hæsta­rétt­ar í fe­brú­ar.

Stjórn AFE gaf frá sér yf­ir­lýs­ingu í kjöl­farið þar sem hún sagðist ekk­ert ætla að aðhaf­ast í máli fram­kvæmda­stjór­ans fyrr en gengn­um hæsta­rétt­ar­dómi. Þor­vald­ur Lúðvík fengi að njóta vaf­ans fram að hon­um.

Til­kynn­ing­in á vef At­vinnuþró­un­ar­fé­lags Eyja­fjarðar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert