„Við eigum að stofna nýja hreyfingu“

Magnús Orri Schram segir Samfylkinguna ekki ná til ungs fólks.
Magnús Orri Schram segir Samfylkinguna ekki ná til ungs fólks.

Magnús Orri Schram, sem er nú í fram­boði til for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir flokk­inn þurfa að taka veru­leg­um breyt­ing­um á næstu vik­um til þess að geta gegnt hlut­verki sínu „sem val­kost­ur jafnaðarfólks“ í kosn­ing­un­um í haust í aðsendri grein í Frétta­blaðinu í dag. Magnús bend­ir á að flokk­ur­inn sé með átta til tíu pró­senta fylgi sem er að mestu meðal elstu kjós­end­anna.

„Okk­ur geng­ur afar erfiðlega að ná til yngra fólks,“ skrif­ar Magnús.  „Áhersl­ur okk­ar um sann­gjarnt skatt­kerfi, öfl­ugt heil­brigðis- og mennta­kerfi, auðlind­ir í al­mannaþágu og sam­keppn­is­hæft at­vinnu­líf eiga í dag brýnt er­indi en virðast ekki ná til kjós­enda. Þessi staða ger­ir okk­ur erfitt fyr­ir að laða til okk­ar nýtt fólk með nýj­ar hug­mynd­ir.“

Seg­ir Magnús að það sé kom­inn tími á grund­valla­breyt­ingu og þróun í takt við tím­ann og seg­ir hann flokk­inn þurfa að vera til­bú­inn til þess að byrja upp á nýtt.

„Við eig­um að skapa nýj­an sam­eig­in­leg­an vett­vang fyr­ir flokks­fólk og fólk sem er sam­mála okk­ur í póli­tík en er utan flokka eða í öðrum stjórn­mála­flokk­um. Fólk sem hef­ur frjáls­lyndi, fé­lags­hyggju, femín­isma og jöfnuð að leiðarljósi. Fólk sem vill ekki vera hluti af fortíðinni en hef­ur brýnt er­indi við sam­tím­ann. Hreyf­ing með nýja tals­menn með nýj­ar hug­mynd­ir,“ skrif­ar Magnús og bæt­ir við að verði hann kjör­inn formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hyggst hann leiða flokk­inn í þá átt.

„Við eig­um að stofna nýja hreyf­ingu sem stefn­ir sam­an fólki frá miðju til vinstri. Hreyf­ingu sem rúm­ar fjöl­breytt­ar radd­ir og mörg sjón­ar­mið. Ég vil að við stefn­um að því að stofna nýja nú­tíma­lega stjórn­mála­hreyf­ingu. Sem formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar mun ég hefja sam­tal við aðra stjórn­mála­flokka og fólk utan flokka, um mót­un nýrr­ar hreyf­ing­ar með áherslu á auðlind­ir í al­mannaþágu, um­hverf­is­vernd, nýja stjórn­ar­skrá, jöfn tæki­færi, öfl­ugt vel­ferðar­kerfi og sam­keppni í heil­brigðu at­vinnu­lífi. Staðan í stjórn­mál­um krefst þess að við séum hug­rökk, köst­um burt klyfj­um fortíðar og séum til­bú­in til að stíga sam­an næsta skref í sögu jafnaðarfólks á Íslandi.“

Sam­fylk­ing­in er með 7,4% fylgi í nýrri skoðana­könn­un Frétta­blaðsins sem var birt í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert