Vill laða til samstarfs á nýjum grundvelli

Magnús Orri Schram segir Samfylkinguna þurfa að fara í allsherjar …
Magnús Orri Schram segir Samfylkinguna þurfa að fara í allsherjar endurskoðun á sinni starfsemi.

Magnús Orri Schram, sem býður sig fram sem formann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir ekki að það eigi að leggja flokk­inn niður held­ur at­huga hvort hægt sé að byrja upp á nýtt. Grein hans í Frétta­blaðinu í morg­un hef­ur vakið at­hygli.

Fyrri frétt mbl.is: „Við eig­um að stofna nýja hreyf­ingu“

Í grein­inni seg­ir Magnús að nú sé kom­inn tími á grund­valla­breyt­ingu í flokkn­um og þróun í takt við tím­ann. „Við eig­um að stofna nýja hreyf­ingu sem stefn­ir sam­an fólki frá miðju til vinstri. Hreyf­ingu sem rúm­ar fjöl­breytt­ar radd­ir og mörg sjón­ar­mið. Ég vil að við stefn­um að því að stofna nýja nú­tíma­lega stjórn­mála­hreyf­ingu,“ skrifaði Magnús í Frétta­blaðið.

Í sam­tali við mbl.is seg­ist Magnús þó ekki hafa meint að leggja ætti flokk­inn niður eins og marg­ir hafi haldið.

„En við þurf­um að skoða fyr­ir al­vöru hvort við get­um stækkað hóp­inn og byrjað upp á nýtt,“ seg­ir Magnús Orri. „Hugs­an­ir jafnaðarmanna hverfa ekki. Ég er að tala um að laða til sam­starfs á nýj­um grund­velli við fólk sem er í öðrum flokki eða utan flokka.“

Þá seg­ir hann nafn hreyf­ing­ar­inn­ar ekki aðal­atriðið held­ur fyr­ir hvað hún stend­ur.

„Grunnn­álg­un Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á sér mik­inn sam­hljóm með fullt af fólki,“ seg­ir Magnús og nefn­ir nýja stjórn­ar­skrá, auðlind­ir í al­manna­hag, öfl­ug heil­brigðis­kerfi og þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðild að Evr­ópu­sam­bandið í því sam­hengi. Seg­ir hann að þessi atriðið eigi að vera lyk­il­verk­efni næstu rík­is­stjórn­ar. „Ég vil starfa í fjölda­hreyf­ingu þar sem fólk er sam­mála um þessi lyk­il­atriði.“

Flest­ir vita að Sam­fylk­ing­in hef­ur tapað miklu fylgi síðustu mánuði og er það tæp 8% sam­kvæmt skoðana­könn­un Frétta­blaðsins í morg­un. Magnús seg­ir marg­ar skýr­ing­ar á fylg­istap­inu en að ekki eiga að velta sér of mikið úr fortíðinni. „Við erum búin að eyða gríðarleg­um kröft­um í að velta fyr­ir okk­ur þess­ari fortíð og hvað gerðist. Ég vil fara að tala um framtíðina og hver við ætl­um að fara.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert