Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað samstarfshóp sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. Gert er ráð fyrir að samstarfshópurinn skili samantekt til ráðherra fyrir 17. júní nk.
Skorað hefur verið á ríkisstjórnina að grípa til aðgerða til að vernda lífríki Mývatns og Laxár sem sé í bráðri hættu vegna næringarefnaauðgunar. Veiðifélög á svæðinu hafa kallað eftir rannsókn á ástandinu. Því hefur verið velt upp að fjölgun ferðamanna á svæðinu með tilheyrandi skólpnotkun valdi því að vatnið er gruggugra en góðu hófu gegnir.
Hlutverk hópsins er að draga saman bestu fáanlega þekkingu um:
Tilgangurinn er að aðstoða stjórnvöld við ákvörðunartöku varðandi mögulegar aðgerðir sem gætu komið að gagni til að draga úr álagi af manna völdum á lífríki vatnsins og bæta úr þeim vanda sem nú er að glíma við og lýsir sér helst í miklum blóma blábaktería í vatninu.