Starfshópur skipaður vegna Mývatns

Birkir Fanndal Haraldsson

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað samstarfshóp sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. Gert er ráð fyrir að samstarfshópurinn skili samantekt til ráðherra fyrir 17. júní nk.

Skorað hef­ur verið á rík­is­stjórn­ina að grípa til aðgerða til að vernda líf­ríki Mý­vatns og Laxár sem sé í bráðri hættu vegna nær­ing­ar­efna­auðgun­ar. Veiðifé­lög á svæðinu hafa kallað eft­ir rann­sókn á ástand­inu. Því hef­ur verið velt upp að fjölg­un ferðamanna á svæðinu með til­heyr­andi skólp­notk­un valdi því að vatnið er grugg­ugra en góðu hófu gegn­ir.

Hlutverk hópsins er að draga saman bestu fáanlega þekkingu um:

  • Ástand Mývatns og Laxár og lífríkis þess og þann vanda sem við blasir þar sérstaklega nú.

  • Hverjar séu helstu uppsprettur næringarefna sem berast í Mývatn og líklegar orsakir þess vanda sem nú er við að eiga

  • Hvaða aðgerðir koma til greina til að reyna draga úr ofauðgun og bakteríublóma í vatninu.
  • Hvernig unnt sé að bæta vöktun og upplýsingagjöf um ástand vatnsins og lífríki þess

Tilgangurinn er að aðstoða stjórnvöld við ákvörðunartöku varðandi mögulegar aðgerðir sem gætu komið að gagni til að draga úr álagi af manna völdum á lífríki vatnsins og bæta úr þeim vanda sem nú er að glíma við og lýsir sér helst í miklum blóma blábaktería í vatninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert