„Því miður fyrir ykkur, strákar mínir“

Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður.
Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður. mbl.is/Árni Sæberg

Flokk­ur­inn á alla mögu­leika á því að dafna vel fái hann frið fyr­ir fólki með þetta hug­ar­far,“ seg­ir Ólína Þor­varðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Face­book í dag þar sem hún seg­ist ekki geta orða bund­ist vegna „karlpen­ings­ins í Sam­fylk­ing­unni sem kepp­ist við að boða dauða flokks­ins nema þeir fái að stjórna hon­um.“

Magnús Orri Schram, fyrr­ver­andi þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, kallaði eft­ir því í vik­unni að flokk­ur­inn yrði lagður niður og stofnuð ný hreyf­ing í sam­starfi við aðra flokka. Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, lýsti því yfir í byrj­un vik­unn­ar í Rík­is­út­varp­inu að ekki væri sjálf­gefið að flokk­ur­inn lifði af þær hremm­ing­ar sem hann hefði gengið í gegn­um.

„Því miður fyr­ir ykk­ur, strák­ar mín­ir, þá er þetta ekki svona,“ seg­ir Ólína hins veg­ar. „Sam­fylk­ing­in er til orðin um jafnaðar­hug­sjón­ina. Þörf­in fyr­ir jöfnuð, rétt­læti, sam­stöðu og lýðræði hef­ur sjald­an ef nokkru sinni verið brýnni en ein­mitt nú á dög­um. En stjórn­mála­flokk­ar eru líka fólkið sem í þeim starfar. Sé starfið innt þannig af hendi að um­hyggja fyr­ir hug­sjón­inni standi ofar per­sónu­leg­um metnaði og at­hygliþörf eru all­ar lík­ur á að vel tak­ist til.“

Ólína seg­ir enn­frem­ur að mis­brest­ur hafi orðið á í þess­um efn­um inn­an Sam­fylk­ing­ar­inn­ar „þar sem menn kepp­ast nú við að gefa út dán­ar­vott­orðið af því að þeir sjá ekki fram á að fá að ráða ferðinni sjálf­ir. Ég bið flokkn­um vægðar gegn þess­um sjálfs­morðsárás­um ör­vænt­ing­ar­fullra for­manns­fram­bjóðenda. Við sem störf­um í flokkn­um af heil­ind­um og hug­sjón eig­um þetta ekki skilið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert