Vegleg veisla í Hvíta húsinu

Susie Morrison á heiðurinn að þessu sykraða fleyi.
Susie Morrison á heiðurinn að þessu sykraða fleyi. AFP

Bandaríkjaforseti mun taka vel á móti Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra og norrænum starfsbræðrum hans í Hvíta húsinu í Washington í dag, en þar fer fram leiðtogafundur Bandaríkjanna og Norðurlandanna. Forsetinn mun jafnframt bjóða í viðhafnarkvöldverð þar sem söngkonan Demi Lovato mun skemmta.

Sigurður Ingi verður fulltrúi Íslands á leiðtogafundinum ásamt Lilju Dögg Alfreðsdóttur utanríkisráðherra. Norrænu ráðherrarnir munu hefja daginn á fundi með Obama í Hvíta húsinu og um klukkan 9 að staðartíma (um kl. 13 að íslenskum tíma) verður stuttur fundur með fréttamönnum í Rósagarðinum. 

Cris Comerford, yfirkokkur Hvíta hússins, sýndi fréttamönnum og ljósmyndurum í …
Cris Comerford, yfirkokkur Hvíta hússins, sýndi fréttamönnum og ljósmyndurum í gær hvað verði á boðstólnum í kvöld. AFP

Snæddur verður hádegisverður í bandaríska utanríkisráðuneytinu, en þar munu ráðherrarnir funda með John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 

Í kvöld verður síðan viðhafnarkvöldverður með Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu og er óhætt að segja að matseðilinn, sem er blanda af bandarískri og norrænni matarhefð, líti girnilega út. En búið er að gefa út hvað verði á boðstólnum í kvöld sem Cristeta Comerford, yfirkokkur Hvíta hússins, hefur útbúið. Þá er búið að baka köku í eftirétt sem lítur út eins og lítill fiskibátur. Matseðilinn má sjá hér.

Demi Lovato tekur lagið fyrir Obama og norrænu ráðherrana.
Demi Lovato tekur lagið fyrir Obama og norrænu ráðherrana. AFP

Obama hefur margsinnis lýst því yfir hversu almennt hann hrífst af stjórnarháttum á Norðurlöndunum. Hann fundaði síðast með norrænum leiðtogum í september árið 2013, en þá var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, fulltrúi Íslands, eins og frægt er orðið.

Sigurður Ingi í Washington

Fjölmiðalar hafa einnig fengið að mynda veislusalinn þar sem leiðtogarnir …
Fjölmiðalar hafa einnig fengið að mynda veislusalinn þar sem leiðtogarnir munu snæða kvöldverð með forsetanum. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert