Áhrif á 2.000 flugferðir

Flugumferðarstjórar að störfum í flugturninum í Reykjavík.
Flugumferðarstjórar að störfum í flugturninum í Reykjavík. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Félagsdómur á eftir að taka afstöðu til þess hvort þjálfunarbann flugumferðarstjóra standist lög. Tók dómurinn málið fyrir í vikunni.

Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) hefur átt í kjaradeilum við Isavia og vegna þeirra var sett á yfirvinnubann 6. apríl sl. Ekkert hefur gengið í viðræðum og var þjálfunarbann sett á 6. maí sl., sem felst í því að flugumferðarstjórum er bannað að sinna þjálfun nýliða.

Samninganefndir hittust síðast í Karphúsinu sl. mánudag og segir Sigurjón Jónasson, formaður FÍF, í Morgunblaðinu í dag, að engainn árangur hafi náðst í þeim viðræðum. Hefur sáttasemjari boðað næsta fund föstudaginn 20. maí.  „Félagsdómur mun ekki leysa deiluna sem slíka en gæti komið hreyfingu á viðræðurnar,“ segir Sigurjón um áhrif þess ef félagsdómur fellur flugumferðarstjórum í vil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert