Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað á Veðurstofuna í dag vegna loftræstivandamála í tengslum við nýjar veðurtölvur.
Að sögn slökkviliðsins hjálpaði það til við að kæla tölvurnar niður en mikill hiti mun hafa verið í húsinu.
Á Facebook-síðu Veðurstofunnar kemur fram að um alvarlega bilun í tölvukerfi sé að ræða og unnið sé að viðgerð. Ekki er hægt að segja til um hve langan tíma það tekur.
Engar veðurspár verða birtar á meðan.
Vefur Veðurstofunnar liggur niðri vegna bilunarinnar og sömuleiðis símkerfi hennar.
Frétt mbl.is: „Þetta á ekki að geta gerst“