PISA-könnun breytt

Árið 2018 verður PISA- könnun næst lögð fyrir.
Árið 2018 verður PISA- könnun næst lögð fyrir. mbl.is/Eyþór Árnason

Breytingar á PISA-könnuninni eru nú í vinnslu hjá OECD, en þær fela það í sér að í næstu könnun, sem lögð verður fyrir 15 ára nemendur árið 2018, á einnig að meta skilning og viðhorf nemenda til alþjóðamála og menningarlegrar fjölbreytni.

Verða nemendur m.a. spurðir um afstöðu sína til innflytjenda og fólks sem talar önnur tungumál.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fagna því að verið sé að breikka mælikvarðana. „Með þessum breytingum virðist verið að stíga skref til að mæta betur þessu margbrotna hlutverki í nútímaskólastarfi og ég held að það verði bara mjög spennandi að sjá hvert þessi þróun leiðir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert