Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson, betur þekktir sem Hraðfréttamennirnir, sjá um glænýjan sumarþátt á Rás 2 frá og með 4. júlí. Þátturinn verður á dagskrá mánudaga til föstudaga kl. 9- 12.20
Virkir morgnar,sem hafa verið undir stjórn Guðrúnar Dísar og Andra Freys kveðja 1. júlí. Þá fer Guðrún Dís í fæðingarorlof og Andri Freyr tekur að sér önnur verkefni á RÚV.