Segja Júlíus fara með rangt mál

Júlíus Vífill.
Júlíus Vífill. mbl./Eggert Jóhannesson

Ritstjórn Kastljóss segir fullyrðingu Júlíusar Vífils í frétt Morgunblaðsins í dag um að hann hafi veitt útskýringar á mörgu því sem fram kom í Kastljósþætti gærkvöldsins í símtölum við stjórnendur þáttarins í gær ekki vera rétta. Þetta kemur fram í færslu sem birt var á facebooksíðu Kastljóss rétt í þessu.

„Hann kaus þvert á móti að svara engum spurningum. Eins og sjá má á meðfylgjandi afriti tölvubréfs sem sent var Júlíusi að beiðni hans voru þessar spurningar mjög skýrar og engan veginn málum blandið um hvað málið snerist. Júlíusi var að sama skapi boðið að svara skriflega, kysi hann það, en það þáði hann ekki heldur.“

Í þætt­in­um kom fram að tvö systkini Júlí­us­ar Víf­ils og syst­ur­son­ur segja hann hafa geng­ist við því degi eft­ir að Pana­maskjöl­in voru op­in­beruð að sjóðir for­eldra hans væru geymd­ir í af­l­ands­fé­lagi í hans eigu. Júlí­us er son­ur Ingvars Helga­son­ar, sem stofnaði bílaum­boðið Ingvar Helga­son hf., sem var eitt stærsta fyr­ir­tæki lands­ins er Ingvar lést árið 1999.

Í færslunni kemur fram að Kastljós hafi margítrekað reynt að fá svör og viðbrögð Júlíusar Vífils við því sem til umfjöllunar var í þætti gærkvöldsins. Það hafi verið gert í símtölum og með tölvupósti. Júlíusi hafi verið sendar ítarlegar spurningar í kjölfar símtals hans og fréttamanns. Þar hafi verið borin undir hann efnisatriði umfjöllunar Kastljóss í öllum meginatriðum, greint frá þeim gögnum sem Kastljós hafði aflað, borin undir hann frásögn systkina hans og óskað viðbragða. Þrátt fyrir ítrekanir í tölvupósti og mörg símtöl hafi hann neitað að svara nokkrum af þeim spurningum eða bregðast við þeim efnisatriðum sem undir hann voru borin. 

Þá er birtur tölvupóstur sem Helgi Seljan sendi á Júlíus Vífil þar sem óskað er eftir skýringum. Hér fyrir neðan má sjá færsluna í heild:

mbl.is hefur reynt að ná í Júlíus Vífil í dag, en án árangurs.

Frétt mbl.is: Júlíus segir rangfærslur í Kastljósi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert