Birti teikningar af Marriot hótelinu

Gert er ráð fyrir að hótelið taki til starfa árið …
Gert er ráð fyrir að hótelið taki til starfa árið 2019.

Borgarstjóri sýndi í dag teikningar af fyrirhuguðu Marriot Edition hóteli sem á að rísa á Austurbakka, við hlið Hörpu. Hótelið verður fyrsta fimm stjörnu hótel borgarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sýndi teikningarnar á kynningafundi um uppbyggingu um atvinnuhúsnæði í borginni í morgun undir yfirskriftinni Athafnaborg í örum vexti.

Á hót­el­inu verða 250 her­bergi og veislu- og fund­ar­sal­ir, fjöldi veit­ingastaða og heilsu­lind­ir en framkvæmdir hófust fyrr á þessu ári. Gert er ráð fyr­ir að hót­elið opni árið 2019.

Farið var yfir þá miklu uppbyggingu sem á sér nú stað í borginni á fundinum og byggingar skoðaðar sem ýmist er byrjað að byggja eða búið að ákveða að byggja. Hægt er að sjá glærusýningu borgarstjóra hér. 

Fundurinn í morgun er árlegur og haldinn til þess að gefa borgarbúum, fagfólki og fjárfestum yfirsýn um það sem er í undirbúningi og það sem er komið í framkvæmd. Þá var einnig farið yfir umtalsverða fjárfestingu í nýjum hótelum sem nú dreifast betur um borgina en áður, í takt við stefnu borgarinnar eins og segir í fréttabréfi borgarstjóra.

„Þótt mikil uppbygging sé í kortunum nema samþykkt byggingaráform fyrir ný hótel - í fermetrum ekki nema 10% af nýsamþykktum byggingaráformum í íbúðauppbyggingu, ef litið er til talna byggingarfulltrúans í Reykjavík. Það er því mikil uppbygging af öllu tagi framundan,“ skrifar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um fundinn í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert