Íslensk kona sem var handtekin í lögregluaðgerðum í Fortaleza í Brasilíu á milli jóla og nýárs þarf að sitja áfram í gæsluvarðhaldi. Dómstólar þar í landi höfnuðu í gær beiðni lögmanns hennar um að hún þyrfti ekki að sitja í gæsluvarðhaldi fram að dómsuppkvaðningu í málinu. Sagt er frá þessu á vef RÚV.
Í úrskurðinum kemur fram að helsta ástæða þess að beiðni konunnar sé hafnað er að hún hafi enga fasta búsetu né fasta vinnu í Brasilíu og því er hætta á hún flýi land verði henni sleppt.
Konan var handtekin ásamt íslenskum kærasta sínum. Þau höfðu um fjögur kíloó af kókaíni í fórum sínum, sem var falið í smokkum og fölskum botnum ferðatösku.