Ísland í tíunda sæti

Ný íslensk vegabréf.
Ný íslensk vegabréf. mbl.is/Golli

Vegabréf íslenskra ríkisborgara er í tíunda sæti á lista sem rannsóknar- og skipulagsstofan Henley & Partners gaf út nýverið.

Stofan mælir árlega til hversu margra landa ríkisborgarar hvers lands geti ferðast án þess að þurfa sérstaka vegabréfsáritun. Samkvæmt rannsókninni hafa Þjóðverjar vinninginn, en þeir geta ferðast til 177 landa og landsvæða án áritunar, af alls 218.

Íslenska vegabréfið deilir tíunda sætinu með því ungverska og því tékkneska, en handhafar þeirra geta ferðast áritunarlaust til 167 staða. Í raun eru vegabréf 25 landa ofar því íslenska á listanum, þar sem þau deila sætum hvert með öðru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert