Konan starfaði á Hótel Adam

Hótel Adam við Skólavörðustíg.
Hótel Adam við Skólavörðustíg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Erlend kona sem á að hafa verið haldið nauðugri í starfi á hóteli hér á landi starfaði á Hótel Adam á Skólavörðustíg. Þetta kemur fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö, en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið. Í frétt Stöðvar tvö segir að fleiri starfsmenn hótelsins hafi leitað til lögreglu vegna gruns um að vera fórnarlömb mansals.

Sagt var frá því í gær að konan hefði aðeins verið með tæpar 60.000 krónur í laun á mánuði og látin deila herbergi með yfirmanni sínum.

Starfsemi Hótel Adam vakti athygli fyrr á árinu þegar greint var frá myndum og orðsendingum til gesta hótelsins þar sem þeir voru varaðir við því að drekka úr krananum á hótelinu. Gestunum var frekar bent á að drekka vatn úr merktum flöskum á hótelinu sem seldar voru á 400 krónur. Síðar kom í ljós að vatnið í flöskunum hefði verið kranavatn.

Í síðasta mánuði komst Neyt­enda­stofa að þeirri niður­stöðu að rekstr­araðilar hótelsins hefðu gerst brot­leg­ir við lög um eft­ir­lit með viðskipta­hátt­um og markaðssetn­ingu þegar vatnið var boðið til sölu und­ir þeim for­merkj­um að krana­vatnið væri í ólagi. Sagði Þór­unn Anna Árna­dótt­ir, sviðsstjóri neyt­enda­rétt­ar­sviðs hjá Neyt­enda­stofu, að rekstr­araðila hefði ekki tek­ist að sanna að vatnið væri í ólagi og var því talið að um vill­andi viðskipta­hætti og blekk­ing­ar væri að ræða.

Þá innsiglaði lögregla ellefu herbergi á hótelinu í febrúar þar sem eigandinn hafði ekki orðið sér úti um tilskilin leyfi.

Vatnsflöskurnar sem gestir voru hvattir til þess að drekka úr
Vatnsflöskurnar sem gestir voru hvattir til þess að drekka úr
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert