Forgangsakstur vegna þyrluslyss

Aðstoð Landsbjargar var afturkölluð að mestu.
Aðstoð Landsbjargar var afturkölluð að mestu. mbl.is/Eggert

Allar björgunarsveitir fyrir austan fjall voru kallaðar út vegna þyrluslyssins í kvöld, sem varð rétt sunnan við Nesjavallavirkjun.

Að sögn Ólafar S. Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörgu, fengu sveitirnar leyfi til forgangsaksturs á slysstaðinn, sem gerist ekki oft. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar var fyrst á slysstað og sótti fólkið um hálfri klukkustund eftir að útkall barst. Því var aðstoð björgunarsveita afturkölluð að mestu.

Ólöf sagðist ekki vita til þess að vitni hefðu orðið að slysinu.

Frétt mbl.is: Þyrlu hlekktist á á Hengilssvæðinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert